Lemur Árni Johnsen fleiri en Erp, Hreim og Pál Óskar?

Smá um líðandi stund.  ....Sunnlendingar hafa í opnu prófkjöri sjálfstæðisflokksins valið Árna Johnsen í öruggt þingmanns sæti.  Ástæðan sem maður heyrir oftast nefnda er að hann sé duglegur og að hann láti hlutina gerast.  Ég aftur á móti treysti manninum ekki.  Jú hann hefur afplánað sinn dóm og er kominn út í samfélag frjálsra manna að nýju en ég treysti honum ekki.  Lái mér hver sem vill.

                     

                   

                 Ég treysti Árna reyndar ekki áður en hann gerðist uppvís að stórfelldum þjófnaði og það á meðan honum var treyst fyrir opinberru nefndarstarfi.  Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf en alls var um tuttugu og tvö hegningarlagabrot að ræða.
En traust skiptir þá sem kusu Árna núna kannski litlu máli því hér um árið laug hann vikum saman fjölmiðlum og varð endurtekið tvísaga og það í beinni á RÚV.   Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að hann væri eigingjarn og upptekinn að eiginhagsmunum sínum.  Sumir eru meira trausvekjandi en aðrir.  Svona er þetta bara. Hann brást aldrei trausti mínu enda var það aldrei neitt. 

                    

                 Eftir dóminn iðraðist Árni aldrei.  Hann viðurkenndi aldrei sinn glæp og viðurkenndi aldrei ábyrgð sína í þessu máli.  Ennþá talar Árni án iðrunar.  Hann talar um tæknileg mistök og margir þykjast vera hneykslaðir á þessu.  Það er ég ekki og þetta kemur mér ekkert á óvart.  Að hneykslast á þessu er eins og að hneykslast á því að barn kúkar á sig.  Það getur ekki af því gert.  Alveg eins og Árni greyið þegar hann endurtekið kúkar á sig í almannasýn. 

               

                  En auðvitað er alltaf fólk sem gerir í sig. Það verða alltaf til glæpamenn og svikahrappar sem reyna að svíkja fé og annað út úr auðtúa fólki sem trúir ekki neinu slæmu upp á annað fólk.   Þetta er falleg hugsun en barnaleg. Þessi trú fólks á að Árni sé góður maður sem allt vill gera fyrir sitt fólk en sé bara miskilin jaðrar við undirgefni.  Undirgefni konu sem þorir ekki að fara frá ofbeldihneigðum eiginmanni sínum.  Hún trúir því að hún eigi glæpinn skilinn og er í raun hrædd við að missa af næstu barsmíðum því þá er hún ein.                                                        

                 Hver verður hissa ef Árni heldur áfram að stela, svíkja og ljúga svo um allt saman?   Hann fær nú nefndarsæti og völd til þess að koma málum vina sinna áfram.  Líklega gerir hann það ólöglega og það vita allir.  Getur verið að fólkinu sem kaus hann sé alveg sama þó Árni steli og svífist einskiss svo lengi sem það fær illa fengna peninga í sitt kjördæmi eða bæjarfélag.  Hvaða máli skiptir rétt og rangt.  Peningar og kjördæmapot ráða sennilega öllu.  Júdas framseldi Jesu þó fyrir nokkra gullpeninga.   Sunnlendingar sem kusu Árna framselja eitt stykki þingmannssæti fyrir eins og ný jeppadekk. 

                  

                Ég er kannski dómgjarn og barnalegur í þessu máli.  Ég get samt ekki kosið fólk sem ég ekki treysti.  ...Ég er líka alltaf hræddur við þessar kallaklíkur sem virðast ráða innann margra flokka.  Ég treysti samt Geir Haarde mun betur en Davíð.  Ég treysti vanalega konum betur en köllum en samt ekki Ingbjörgu Sólrúnu.  Kannski er hún búin að vera of lengi við völd þó það hafi ekki verið í landspólitíkinni. 

                Ég myndi treysta Jóhannu Sigurðardóttur fyrir veskinu mínu ...þarf reyndar ekki mikið traust til þess ...en þið skiljið hvað ég meina.   Annað og betra dæmi.  Ég myndi treysta Jóhönnu til þess að telja stigin í körfuboltaleik þó hún væri stuðningsmaður andstæðingana.  Hún myndi telja rétt þrátt fyrir að geta komist upp með að svindla.  Myndu þið treysta Árna fyrir að fara yfir lottómiðann ykkar?

     

           Ég myndi bara ekki beygja mig eftir sápuni í sturtu með Árna enda er hommafælni hans afar grunsamleg.   Mamma sagði mér þegar ég var lítill að strákar sem væru góðir við mömmu sína yrðu seinna góður við konuna sína.  Meikar sens ekki satt?  ..Hvernig  þá  maður sem lemur Pál Óskar og Hreim við konuna sína?     Ég vona samt að Árni sé betri maður heima fyrir þegar enginn sér en hann er opinberlega.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

já. Kannski bara vita vestmannaeyingar ekkert af þessum afbrotum árna. Svipða og vita vestmannaeyingar af jólum?

Annars get ég lítið annað en verið á sömu línu varðandi Árna.

 Hann er samt eflaust búinn að lofa vestmannaeyingum göngum, tívolí og handabandi eftir hvern vinnudag.

Birgir Olgeirsson (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 14:31

2 identicon

Ekki sjéns ég nenni að lesa þetta.... :)

Fríða Magga (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dresimagnum

Höfundur

Dresimagnum
Dresimagnum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fyrir SLAM magasine
  • Bjarney, DJóhanna og Álfhildur
  • party hjá Álfhildi
  • Allaveganna 500 metra klúbburinn;)
  • ...nasta_34149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband