Að meðaltali smáatriði

Skrítið að vera í Danmörku. Margt er þó líkt Íslandi en er svona að meðaltali bara einhver smáatriði.

1.  Ég rata ekki hérna.  Ég bjó hér í tvö ár og síðan þá er ég búinn að vera hérna sjö sumur að vinna, samt líður mér eins og í völundarhúsi þegar ég keyri hérna. 

Mig grunar að það sé venga þess að hér eru enginn fjöll.  Það gæti um leið útskýrt hvers vegna ég er ennþá að villast í Hveragerði. 

Ég rata heim til mín, í Bónus, Tíuna og í Íþróttahúsið en restin er öll í fokki.  Að fara heim til Hlínar er magaverkur og að sækja kálfana er glatað.

2.  Hér svarar fólk í GSM síma með því að segja nafnið sitt. Maður hringir og þá er svarað  "margrete!!"  eða "Joakim!!" 

..Það eina sem, ég veit þegar ég hringi í gemsa er hvern ég er að hringja í.  Ég geri um leið þá kröfu til þeirra sem hringja í mig að þeir viti hvað ég heiti.  Við heima segjum "halló" sem er kannski pínu gufulegt en skárra en "Frederik!!". 

Gáfulegast væri að svara með að gefa upp einhverjar gagnlegar upplísngar í stað kveðju eða ámynningu á því eina sem þú ert að gera eins og danir gera. 

Næst þegar einhver hringir í mig ætla ég að svara  "inní stofu að horfa á sjónvarpið"   ...gagnlegar upplýsingar og samtalið komið af stað!!!

3. Hér hafa reiðhjólin forgang í umferðinni. ´....ÉG er að fíla þetta.

Þetta mætti gilda um fleiri hluti eins og að litlir bílar fái forgang en stórir verði að bíða.  Þetta hvetur fólk til að velja sparneytna bíla. 

Fokking svalt ef þessi regla væri gild  heima í Hveró. Krumputyppa jeppakallarnir spreða bensíninu kyrrstæðir á meðan  Hondann brunar beygluð fram hjá með DM skælbrosandi innanborðs.

Ég og pabbi í vinnuni

Ég og pabbi í vinnuni.  Pabbi svalur með pípuna og ég að reyna matcha coolið með þessum svip.  Ég sagði honum að hann væri eins og Bubbi Byggir á þessari mynd en hann vissi ekkert hver það er. Bygger Bob heitir hann víst og Dönsku

4.  Vinnuvikan er 35 tímar.   Glæsilegt!!! Hér þýðir það meiri tími dil að bjórdrekka sig fullann.. Heima værir það reyndar meiri tími til að vinna yfirvinnuna en þar sem ég er orðinn hálfdanskur fer ég milliveginn.  Því þýddi 35 stunda vinnuvika fyrir mig, meiri tími til að drekka pepsí í sófanum .

p.s ..hvað er millivegur og meðaltal annars?

  Ef maður er með annan fótinn í brennandi heitu vatni og hinn í ísköldu, hefur maður það að meðaltali ágætt????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dresimagnum

Höfundur

Dresimagnum
Dresimagnum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fyrir SLAM magasine
  • Bjarney, DJóhanna og Álfhildur
  • party hjá Álfhildi
  • Allaveganna 500 metra klúbburinn;)
  • ...nasta_34149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband