7.4.2006 | 19:03
ekkert lost
Allir sem ætla ser ad fa m&m eda vodkasmakk tegar eg kem heim verda ad senda mer sms ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2006 | 02:07
Risabloggið á leiðinni
Ég trúi ekki að Skallagrímur hafi slegið Keflavík út. Fokk. Ég veit ekki hvort liðið kostar meira en mér sama. Valur var að baka bróður sinn. Til hamingju gamli frekju hundur ;)
Heimsmet í bloggleti undanfarnar vikur. Veit ekki af hverju ég er svona latur við þetta, kannski er það veðrið.
Ég hef helling að segja það er ekki vandamálið. Kannski er það samt vandamálið, erfitt að byrja á svona mikilli frásögn.
En í bili er það að frétta að ég fer til Danmerkur á morguM kl 7. Verð þar um páskanna að vinna í Lindö skipsfabrik eins og vanalega. Svo kem ég heim á miðvikudaginn eftir páska.
Ég set danska símanr mitt hingað inn um helgina
Ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna en ekki að horfa á sjónvarpið er sú að ég á að vera pakka. Ég hata að pakka. Þegar ég er orðinn ríkur ætla ég aldrei að pakka, bara kaupa mér ný föt þegar ég kem út. Það versta við morgunflug er það að maður á að pakka áður en maður fer að sofa. ..Það meika ég ekki. Ég hef mig bara ekki í það (frekar en annað) fyrr en á síðasta snúning. Ég geri s.s ráð fyrir því að pakka korteri áður en ég legg íann frá Hveró. Þá verður stuð ;)
Deildarmeistaramontbloggið verður að bíða smá. ...Top Gear er að byrja á Skjá Einum
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2006 | 01:06
hmm?
Ég var að fá geisladisk me Íslenskri tónlist í pósti .
þetta er frá Glitni
ég er samt búinn að borga bílinn minn!
Breytt 6.4.2006 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.3.2006 | 03:57
Megablogg
Zoolander svipurinn
Þetta er úr síðasta kvennaliðspartíi. Ég varð að drífa mig í að birta þær því nú fer að líða að næsta partíi
Leikurinn á laugardaginn fór 49 - 81 fyrir okkur. Það er því einn leikur eftir s.s núna laugardaginn kemur kl 17.30
Tölfræði leiksins er hér: http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002249_11_2
Allir að tala um Keflavíkur kanana og bröttför þeirra. Sumir vilja grenja ennfrekar í þeim og biðja þá um að passa okkur fyrir vonduköllunum.
Ég var að skúra uppi í grunnskóla eftir körfuboltaæfingu um daginn. kl var orðinn 24 og orðið alveg dimmt og ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir gríðarmikla karlmennsku leið mér ekkert vel þarna í þessari stóru dimmu byggingu. Þegar ég kom heim fór ég að spá við hvað ég hefði verið hræddur. ..sennilega drauga.
Sumir segja að hræðsla sé uppspretta alls ills. Bandaríkjamenn bera margir skammbyssur til þess að "verja" sig en enda svo á því að nota þær í missjöfnum hætti.
En mig langar að vita:
1.Við hverja eru stjórnmálamenninir okkar hræddir?
2. Hvers vegna eru þeir hræddir?
og líka:
3. er það einhver lausn að koma sér upp vörnum? Er maður þá ekki að kaupa sér falskt öryggi?
4. Hvaða gagn gerði Bandaríski herinn í okkar eina stríði til þessa, þorskastríðinu??
Bandaríkjamenn brutu varnarsamninginn. Af hverju er ekki allt vitlaust af reiði? "a deal is a deal" ..Hendum þeim burt héðan eins og skot. Gerum herinn réttlausan í Íslandi.
Þeir skrifuðu undir þennann samning þegar þeir þurftu á okkur að halda til þess að fylgjast með ferðum um land og lofthelgi Íslands en núna ættum við að gera þá réttlausa á þessu svæði.
Þetta er stærsta flugumferðarsvæði í heimi og þeir hafa misst rétt sinn á því. ..Hvar með Bin Laden akkurat núna. Kannski hér en þó ekki í fokker 50 á leiðinni á Hallgrímskirkju það er nokkuð víst.
Ég hef áhyggjur af Halldóri Ásgrímsyni. Ef það væri e-r blóðumferð í þessari stofnannarolu þá væri hann búinn að segja þeim "get the fuck out".
John Wayne, John Rambo og John Mclane eru píkur.
Bjartur í Sumarhúsum og Steingrímur Joð eru aðalkallarnir og kananir þurfa að fá að vita það.
Breytt 6.4.2006 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2006 | 18:49
Gríðarleg spenna!!
Breytt 6.4.2006 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.3.2006 | 17:43
Snilld
Breytt 6.4.2006 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.3.2006 | 17:08
Flensa
Fuglaflensan er að gera allt vitlaust þessa dagana og drésimagnum er búinn að gera nauðsinlegar ráðstafanir.
Jordan er haldið innandyra eftir að fréttir bárust frá Þýskalandi um að kettir séu sérlega viðhvæmir fyrir smiti. Hann er rólur yfir þessu enda er búið að vera frekar kallt úti undafarið og rigning í dag.
Ég er smám saman að koma mér upp birgðum af dósa og þurrmat. Til þess að starfsfólk Bónus í Hveragerði haldi ekki að ég sé klikkaður kaupi ég frekar lítið í einu. Nokkrar dósir af Ora fiskbúðing, gulum baunum og auðvitað túnfisk handa Jordan.
Erfiðara er að passa upp á körfuboltastelpurnar. Ég reyni þó að ráðleggja þeim að þvo sér reglulega og það er skilda að fara í sturtu eftir æfingar. Mikilvægustu leikmenn liðsins fara að mínum ráðum og taka fjölvítamín og steinefni daglega. Mér þykir líka vænst um þær sem taka vítamínin sín þannig að mér er nokkuð rótt.
Breytt 6.4.2006 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2006 | 21:17
Gleðilega hátíð.
Til hamingju með daginn lesendur Dresamagnum.tk ...allir að muna að gera sér dagamun þó svo að 17.02 sé ekki orðinn alþjóðlegur frídagur ennþá.
..ég var að borða lambalæri með öllu í tilefni dagsins og svo verður skálað seinna í kvöld
Breytt 6.4.2006 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.2.2006 | 20:04
Faces of Fanney
Ég er á því að kálfurinn Fanney ætti að verða leikkona. Það er endalaust gaman að fylgjast með ruglinu í henni. Fanney fór á kostum hérna á Laugardaginn og sérstaklega á dansgólfinu. Myndavélin mín gékk manna á milli í partíinu og hér eru myndirnar af Fanney.
Breytt 6.4.2006 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.2.2006 | 19:22
sigurpartí
Stelpurnar komu til mín í pasta fyrir leik. Harpa sá um salatið, Ragga um brauðið og Fríða Magga opnaði gulubaunirnar.
Chillað fram að leik
Uppvaskararnir að kela
Dane, Ivy Alda og Jordan
Partíið fór varlega af stað. Við byrjuðum á að setja stattið inn á leikvarpið.
Brjálað partí ..sýnist að My Humps sé í gangi þarna
Nenni ekki að setja meira inn núna. "Hver á rassinn?" í umsjón Hlyns Kárasonar og "Many faces of Fanney" í umsjón Drésamagnum, koma inn í vikunni.
Breytt 6.4.2006 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Dresimagnum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar