Blóðbankaferð

Fokk hvað ég hata prófkjör.  Fólk sem er sammála um flest allan fjandan neiðir saklaust fólk út úr hverdagslífinu til að fara kjósa sig frekar en annað fólk sem er nánast alveg eins.

Oftast vantar einhverja hressandi karaktera í þetta. 

....Það mætti nú halda að stelpurnar í Hamri/Selfoss séu framboði.  Fyrir nokkrum dögum gerðum við okkur ferð í bæinn til að gefa blóð.   Blóðbanka kellingarnar voru eldhressar og rosa ánægðar með okkur.  Hugmyndin er að skora á önnur íþróttalið að fara gefa blóð.  Þannig gæti þetta orðið keðja svipað og í myndinni Pass It On. 

 

Íris og drakúla.  (..Fyndið hvað Íris er geðveikt stressuð.   Ég var sjálfur ekkert hræddur.)

Hafrún kálfur kom kíkti með vinkonu sinni í pepsísopa. Helvítis árshátíð grunnskólans var auðvitað haldin á Snúllabar.  Ég var að reyna sofna kl 1 um nóttina á meðan allar stelpurnar í grunnskólanum píkuskræktu allt lagið "til hamingju Ísland"  bara rétt hinum megin við svefnherbergis vegginn. 

..Fokk hvað þessu lagi á eftir að vera nauðgað á næstunni. Ég er næstum farinn að vona að lagið vinni ekki því þá fær maður ælu leið á Silvíu Nótt.

 

...Svo er leikur við Laugdæli á morgun.  Þetta er síðasti leikurinn hennar Atari og það er verið að plana kveðjupartí eftir leikinn.  Sennilega fara stelpurnar allar að gráta þegar þær djúsi kyssa Atari bless. 

...ekki það að ég sé farinn að sjá það fyrir mér 0 


H/S að hressast

Jæja loksins er kvennaliðið mitt að hressast.  Það  er þó ekki hægt að segja að liðið sé að hressast innanvallar því við áttum afar slæman dag gegn Fjölni á föstudaginn en sigruðum þó með 31 stigi. 

En liðið er aldeilis að hressast utanvallar.  Loksins segi ég því fyrir utan að stelast í sund, spice girls og hópferð í bað hefur ekkert krassandi gerst í langan tíma. 

 Málið er að ég hef verið að velta því fyrir mér frá því að ég sótti erlenda leikmanninn okkar á flugvöllin í Keflavík hvers vegna hún reynir ekkert við mig eins og allar hinar stelpurnar í liðinu  ...hlaut að vera0 

http://www.solon.is/myndabanki/laug_14jan2006/S5021473.jpg


Ræ Ræ

Ég var að fá spóluna frá Viggó á Sauðarkróki en hann tekur upp leiki körfuboltadeildarinnar þar og selur upptökurnar á 2500 kr per leik.  Algjör snilld og í góðum gæðum. Ef einhver vill fá þetta lánað bara láta mig vita.

Það gengur vel hjá stelpunum mínum á þessu leiktímabili. Það er meirasegja mögulegt að liðið verði deildarmeistarar í vor og spili því í efstu deild að ári.

Við héldum uppá sigra helgarinnar og héldum svaka partí heima Hjá Hlyni félaga mínum sem er 22 ára og á hús.   ..það er samt ekkert merkilegt miðað við að ég á Hondu Civic 93´

Myndirnar úr partíinu eru hér


Starf í boði

Heimsmetalangt síðan ég hef bloggað. Ég hef frá nógu að segja það er ekki málið en ég er bara ógeðslega latur að pikka þetta inn. Mig vantar einkaritara.

Auglýsing:  Laus er staða ritara á dresamagnum.tk Einstaklingur með góða framkomu, gott útlit og slæmastafsetningu óskast á almenn skrifstofu og ritarastörf. Þetta er 33.33% staða, unnið á þriðjudags og fimmtudagskvöldum.  Í verkahring ritara er að blogga allt sem drési hugsar, pikka in tölfræði eftir leiki kvennaliðsins og að klappa Jordan.  Launin eru samlokur, pepsí og m&m.

Vona að einhver sé til í þetta0


að lokum vill ég minna á kynlífsprófið sem er tengill á hérna til vinstri.  Það er komin inn aukaspurning sem gefur nánari niðurstöður.....
Annars slær mig enginn út með 97 í einkunn!!!


Gleðileg Jól

Jordan í peysunni sem mamma prjónaði á hann

Fyrsta myndin með myndavélinni sem pabbi gaf mér í jólagjöf

Ég og Jordan

Jordan fékk a la carte kattamat frá pabba og boggu og co í jólagjöf


Unnur Birna og Fríða Magga

Drésimagnum fylgdist spenntur með Unni Birnu vinna miss world.  Ég lá í rúmin ný vaknaður með Jordan á bringunni og fjarstýringuna í höndinni þegar úrslitin voru tilkynnt.  Hvorki ég né Jordan felldum þó tár en mér skilst að Fríða Magga hafir kolgrátið.  Ég sé hana alveg fyrir mér brosa í gegnum tárin.

Atari Parker heitir nýjasti meðlimur í kvennaliðinu mínu.  Hún er 26 ára Bandaríkjamaður, fædd og uppalin í Norður Karólínu (Þar spilaði Jordan í háskóla).  Ég fór og sótti hana á flugvöllinn síðasta föstudagsmorgun.  Hún faðmaði mig innilega þegar við heilsuðumst og kallaði mig "mister Andre". Mér leist s.s vel á hana svona í fyrstu sín en ekki mikið lengur en það.

..Það fyrsta sem ég spurði hana var hvort hún væri ekki örugglega Jordan fan og hún svaraði "is´nt everybody? ..but I like Barkley more".

Ég skildi hana næstum því eftir þarna í Keflavík en svo andaði ég djúpt og ók af stað.

...Ég sé reyndar ekki eftir því núna því Atari er eini Barkley aðdáandinn sem ég þekki sem e-ð getur í körfu. Hún spilaði með okkur í gær og við unnum 82-17.


Don´t mess with the messer

Hér dæmi um manneskju sem ekki tekur fjölvítamín.  Íris (þessi til vinstri) er gott dæmi um vítamínskort.

...Myndin af mér er nú skárri!!!


Smá um útlit

Herra Ísland sökkaði bigtime fyrir utan Sigrúnu Bender sem er góð sjónvarpskona.   . ...en fokk hvað þetta var pirrandi fyrir strákinn sem gleymdist0 múhahaha hann fékk jafn mörg athvæði og Sigurjón Kjartansson  ....ekki neitt.

Besti þáttur A.M.N.T.M allra tíma var lokaþáttur þessarar seríu.  Ég hélt með þessari sem vann en sú sem var í öðrum var nú líka helvítis krútt.   Tískusýningin í þessum þætti var hot...sérstaklega þarna undir vatnslekanum !!!!

Tyra Banks er FEIT.

 

Dresimagnum hefur hefur útlitið með sér enda tekur hann fjölvítamín á hverjum degi  


fjármálin mín ...og markmiðið

Fokk hvað það er leiðinlegt að spara peninga.   Ég er búin að vera geðveikt duglegur að spara peninga undanfarið og það sökkar.  Gallinn við að spara er að maður þarf að gera fullt af leiðinlegum hlutum eins og að vinna, elda heima, vinna og vera edrú.  Skemmtilegir hlutir eins og að vera í fríi, borða gúddshitt ég djamma er e-ð sem maður gerir ekki þegar maður er að spara.   ....Þegar ég hætti að spara ætla ég sko aldrei að gera það aftur...

Ég er þessa dagana að borga afganginn af síðustu skuldinni minn sem er yfirdráttarheimild sem ég fékk hjá Búnaðarbankanum á Laugarvatni til þess að fara til Bandaríkjanna að sjá Jordan áður en hann hætti...      ....Ég sé ekkert eftir því að hafa farið að sjá Jordan. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið til Afríku og ekki eftir því að hafa keypt mér LCD sjónvarp og farið til Asíu í sumar. 

..ég sé aftur á móti eftir því að hafa verið að rembast við að borga þessa yfirdrátta heimild. Það var hundleiðinegt. sé líka eftir að hafa verið svona lengi í skóla.

Mér hefði verið nær að vinna og spara og kaupa mér hlutabréf í Búnaðarbankanum fyrir allann peninginn minn.  Þá væri ég sko ekki að spara akkurat núna.  Þá væri ég alltaf í fríi og að chilla eins og Lýður í Lottó auglýsingunum.  Hann er mitt rólemodel þessa daganna og náttlega Jordan.  ...enda eru þeir í svipuðum pakka nú orðið.   ...þegar ég segi Jordan þá er ég að meina bæði manninn og köttinn.   Þeir þrír eiga það sameginlegt geta gert það sem þeir vilja án þess að vinna.  Það er mitt markmið   0


Tveir punktar

Merkilegt að körfuboltastelpurnar mínar eru flestar búnar að kommenta á færsluna hérna fyrir neðan.  Hvaða áhuga hafa þær á Jessicu Alba??   Grunar að stelpum finnist jafn gaman að skoða heitar gellur og strákum.

 

Tímaritið Sirkus hækkaði töluvert í áliti hjá mér þegar ég skoðaði bls 5 í síðasta tölublaði.  Þar var grein um Jordan skó.   Í henni voru upptaldar nokkrar Hollywood stjörnur sem klæðast Jordan shitti.  ..Ein setninginn hljómaði einhvern veginn svona:  "Allir sem ætla sér að komast af í lífinu verða að eignast Jordan skó".   Tek það fram að undirritaður á allaveganna 13 pör. ..Kemst því örugglega af í lífinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dresimagnum

Höfundur

Dresimagnum
Dresimagnum
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fyrir SLAM magasine
  • Bjarney, DJóhanna og Álfhildur
  • party hjá Álfhildi
  • Allaveganna 500 metra klúbburinn;)
  • ...nasta_34149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 599

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband