Dimmitering, afmæli, aldrei fór ég suður og djamm

Gott að vera kominn heim í sumarblíðuna. Rannveig og Harpa voru að dimmitera á föstudaginn og kíktu í heimsókn til að sýna mér búningana sína en þær voru bangsímon.  Þær eru eins og ég með það að þær verða bara sætari við það að fitna;)
Við kíktum svo niður á Tryggva og Iversonflétturnar hans. 

Harpa og Rannveig

Tryggvi og flétturnar hans

Svabbi átti afmæli á Laugardaginn og ég bauð honum og Flúða Jóa í mat.  Tortilla og allskonar vodkablöndur er uppskriftin af góðu kvöldi.  Við kíktum aðeins niður á Snúllabar en Labbi í Mánum var ekki alveg að meika það að mínu mati þannig að við stoppuðum stutt.

Jói var uppá sitt allrabesta og átti nokkra góða spretti enda snilliingur mikill.  Þessi setning  (með Jordan í fanginu)stendur samt uppúr:   "djöfulli er þetta villikattalegur hundur"!!!

Aldrei fór ég suður hátíðin var um páskana og ég hata að hafa misst af henni.  Við pabbi sáum samt hluta af henni í beinni útsendingu á netinu.  Í afmælinu hans Svabba sýndi ég upptökur af hátiðinni og vakti hjómsveitin KAN mikla lukku.  Herbert Guðmundsson fór á kostum, sérstaklega í laginu Vestfjarðaróður þar sem Hebbi syngur sitt eigið bergmál með miklum tilþrifum.

Stuttu eftir KAN var það Harmonikusveit Vestfjarða ásamt Bigga og Valda Olgeirs og félögum í Húsinu á Slettunni sem fóru á kostum þegar þeir tóku Deep Purple.  Þetta kom klikkað vel út og ég vildi óska að það væri hægt að fá þetta shitt á DVD.  Þá gæti maður sýnt sveitalubbunum hérna fyrir sunnan alvöru menningu þegar þeir koma í heimsókn hingað fyrir ofan Snullabar;)

Upptökuna er hægt að sjá hér: mms://media.straumar.is/siminn/atburdir/2006/sudur/sudur.wmv


Ég var svo á vegamótum í gærkvöldi.  Geggjuð stemmning og fullt útúr dyrum eins og alltaf.  Miklu skemmtilegra að kíkja á djammið eftir alveg mánaðar frí.  Lagið "Crazy" sem er kennt við Gnarls Barkey er alveg að meika það þessa dagana enda gott lag.  Því var samt alveg nauðgað á Vegamótum í gær.  Spilað fimm sinnum ég er ekki að djóka ég taldi.  Ég væri samt til að heyra Bigga taka þetta lag bara helst á Íslensku  ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta lag er líka geðveikt flott.. það má alveg spila það oft :)

Álfhildur (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 17:12

2 identicon

Já mar ég er reyndar sammála því. En ertu búin að tékka á Aldrei fór ég suður streaminu?

dresi (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dresimagnum

Höfundur

Dresimagnum
Dresimagnum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fyrir SLAM magasine
  • Bjarney, DJóhanna og Álfhildur
  • party hjá Álfhildi
  • Allaveganna 500 metra klúbburinn;)
  • ...nasta_34149

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 563

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband